Liðnir viðburðir
Smásmiðja | Stafræn hreinsun
Þriðjudagur 6. febrúar 2024
Hefurðu prófað að endurræsa þig?
- Byrjum upp á nýtt með stafrænni hreinsun
- Dýpri samtöl: Að gægjast laumulega á símann verður liðin tíð.
- Skemmtum okkur í raunheimum: Njótum lífsins án þess að skrásetja hvert augnablik.
- Verum upplýst, en ekki buguð: Fylgjumst með fréttum á kvíðalausan hátt.
- Segjum bless við FOMO: Við erum ekki að missa af neinu!
Fyrir hverja er þessi vinnustofa?
Þau sem vilja:
- Nota smáforrit án þess að þau taki yfir lífið.
- Nota tækni í samræmi við eigin gildi og markmið.
- Finna áhrifaríkari lausnir en að slökkva á tilkynningum eða vera með símalaust svefnherbergi.
Hvernig virkar stafræn hreinsun?
- Tökum hlé í 30 daga: Losum okkur við þau forrit og veitur sem við þurfum ekki lífsnauðsynlega á að halda.
- Njótum þess að vera í núinu.
- Eftir 30 daga er hægt að opna aftur fyrir það sem samræmist nýjum og skýrari gildum.
Gerum áhrifaríka stafræna hreinsun án þess að það bitni á vinnu eða einkalífi. Við sýnum ykkur skref fyrir skref hvernig er best að bera sig að á Android eða iPhone.
- Hvað á ég að koma með? Snjallsíma eða spjaldtölvu (valfrjálst).
Nánari upplýsingar veitir:
Karl James Pestka, verkefnastjóri
karl.james.pestka@reykjavik.is