Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Liðnir viðburðir

Rauðhetta í nýju ljósi

Sunnudagur 14. apríl 2024

Finnst þér þú vita allt um Rauðhettu? Kanntu söguna aftur á bak og áfram?

Trúðarnir Silly Suzy og Momo tala ekki alveg íslensku en nota hvert tækifæri til að æfa sig og það getur verið mjög gaman að fylgjast með þeim æfingum. Í þetta sinn ætla þær að segja söguna af Rauðhettu alveg upp á nýtt með dálitlum trúðslátum, leik og gleði eins og þeim einum er lagið. Gestum býðst líka að taka þátt í sögunni og leika með.

Verið velkomin í líflega og skemmtilega sögustund.

Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6255