
Um þennan viðburð
Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir
Páskaföndursmiðja | Endurvinnsla á gömlum bókum
Mánudagur 3. apríl 2023
Páskarnir nálgast óðum og því er tilvalið að útbúa páskaskraut.
Öll bókasöfn þurfa að afskrifa bækur sem þýðir að bækurnar þurfa að fá nýtt hlutverk. Yfirleitt fara þessar bækur í endurvinnsluna en okkur langar að nýta efniviðinn í eitthvað fallegt og skemmtilegt.
Við ætlum að nota pappírinn í að útbúa fallegar páskakanínur og páskaegg sem hægt er að hengja upp og dást að. Einnig verðum við með garn til að útbúa litla dúska á kanínurnar.
Skráning er nauðsynleg og fer fram hér að neðan.
Öll velkomin en börn yngri en 8 ára komi í fylgd með fullorðnum.
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá