Oslóartréð í nýju ljósi
Sjálfbærari samfélög kalla á breyttar hefðir og venjur. Hvernig tökum við upp nýja siði og hverjir taka þátt í að móta þá þróun? Geta bókasöfnin verið vettvangurinn til að þróa nýjar venjur og efla tengsl milli ólíkra samfélagshópa?
Vinaborgirnar Osló og Reykjavík styrkja tengslin með því að tendra saman Oslóartréð, sem nú kemur úr Heiðmörk en ekki frá Osló. Tréð sem áður var gefið hefur breyst í bókagjöf til skólabókasafna. Sjálfbærnis sjónarmið réðu þessari breytingu. Eru aðrir siðir sem ættu einnig að taka breytingum af sömu ástæðum?
Við bjóðum í opna umræðu um sjálfbærari venjur á vettvangi bókasafnsins.
Þátttakendur í umræðunni eru: 
Knut Skansen, borgarbókavörður í Deichman bókasafni Oslóar  
Pálína Magnúsdóttir, Borgarbókavörður 
Hallstein Bjercke, kjörinn fulltrúi í borgarstjórn Oslóar 
Skúli Helgason,  formaður Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs 
Umræðurnar fara fram á ensku
Öll velkomin, þátttaka ókeypis 
Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Norska sendiráðið.

Frekari upplýsingar 
Dögg Sigmarsdóttir  
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka  
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 
 
         
          