Um þennan viðburð
Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Tungumál
Íslenska og enska
Liðnir viðburðir
Opin smiðja | Listin að brjóta origami
Fimmtudagur 12. september 2024
Verið velkomin í opna smiðju þar sem við æfum okkur að búa til japanskt origami.
Origami aðferðin gengur út á að móta skúlptúr úr flötum pappír með því að brjóta hann saman eftir kúnstarinnar reglum. Í origami er pappír hvorki klipptur né límdur.
Við munum endurnýta ýmsar gerðir af pappír og allt efni verður á staðnum, en þó velkomið að koma með pappír af heiman.
Öll velkomin, ekki þarf að skrá sig og fólk getur komið og farið hvenær sem er á meðan smiðjan er opin.
Nánari upplýsingar:
kleberg@borgarbokasafn.is | 411 6275