Opið samtal | Hvernig VÆRI skapandi pláss?
Í samstarfi við Menningarborgin Reykjavík bjóðum við í Opið samtal á bókasafninu um hvernig aðgengileg skapandi rými gætu verið í borginni. Hvaða möguleika sjáum við? Hver er þörfin meðal skapandi einstaklinga og hópa? Komið endilega með hugmyndir. Öllum er velkomið að taka þátt í samtalinu og láta þessi mál sig varða. Meðal spurninga sem velt verður upp eru:
• Hvaða húsnæðisþarfir hefur listafólk og skapandi framleiðendur í borginni?
• Hvernig getur borgin mætt þeim þörfum?
• Hvernig hefur tekist til með nýstárleg úrræði í skapandi rýmum?
• Hvað þurfa slík rými að uppfylla frá sjónarhóli skapandi fólks?
Ný menningarstefna fyrir Reykjavíkurborg er í gildi til ársins 2030 og er ein af þremur megin áherslum hennar að Reykjavík verði „borg sem listafólki þykir gott að búa og starfa í“. Í stefnunni segir að Reykjavíkurborg styðji „við faglegt umhverfi lista með því að efla listrými, vinnustofur og aðra aðstöðu listafólks og skapandi framleiðenda“. Einnig segir þar að Reykjavíkurborg muni „auðvelda og auka aðgengi listrænnar starfssemi að ónýttu húsnæði víða í borginni, bæði í einkaeigu sem og húsnæðis sem borgin hefur til umráða“. Að auki eru fjölmörg önnur markmið innan menningarstefnunnar sem styðja við uppbyggingu skapandi rýma í fjölbreyttri mynd.
Menningarstefnan í heild er hér.
Hlökkum til líflegs og uppbyggilegs samtals um skapandi rými – látið orðið endilega berast!
Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is