Liðnir viðburðir
Opið samtal | Borgaralaun
Þriðjudagur 28. nóvember 2023
Er hægt að veita öllum meðlimum samfélagsins skilyrðislausan félagsstuðning? Væri æskilegt að stilla slíkum stuðning upp sem borgaralaunum sem gætu komið í stað bótakerfisins sem við þekkjum? Við bjóðum í Opið samtal með Halldóru Mogensen og Þorvarði B. Kjartanssyni um skilyrðislaust aðgengi að sameiginlegum auðlindum, þekkingu og samfélagi.
Öll velkomin!
Opið samtal er vettvangur fyrir heiðarleg og opin samskipti. Hér könnum við ólík samræðuform og í sameiningu lærum við nýjar leiðir til að ræða málefni sem standa okkur nærri.
Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is