Leshringurinn 101 - Grófinni
Leshringurinn 101 hittist á 5. hæð í Grófinni. Lesnar eru bækur af ólíkum toga. Notaleg skáldskapar- og kaffistund í sófanum á safninu þar sem spjallað er um lestrarreynslu og upplifun af skáldverkum.
Við hittumst einu sinni í mánuði, frá vetri að vori, eftirfarandi daga:
Þriðjudagur, 11. janúar, kl. 17.15-18.15
Merking eftir Fríðu Ísberg.
Útgefandi: Forlagið - Mál og menning, 2021.
Þriðjudagur, 8. febrúar, kl. 17.15-18.15
Óskilamunir eftir Evu Rún Snorradóttur.
Útgefandi: Benedikt útgáfa, 2021.
Þriðjudagur, 22. mars, kl. 17.15-18.15
Kona á flótta eftir Anais-Barbeau Lavalette. Þýðing: Jóhanna Björk Guðjónsdóttir.
Útgefandi: Dimma, 2021
Þriðjudagur, 12. apríl, kl. 17.15-18.15
Verndargripur eftir Roberto Bolaño. Þýðing: Ófeigur Sigurðsson.
Útgefandi: Sæmundur, 2016
Umsjón: Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri bókmennta. Skráning í leshringinn í gegnum netfangið: soffia.bjarnadottir@reykjavik.is
Leshringurinn er opinn öllum en nauðsynlegt að skrá sig. Hámarks fjöldi er 12 manns.