Leikhúskaffi | Síðustu dagar Sæunnar
Leikhúskaffi | Síðustu dagar Sæunnar

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Leikhúskaffi | Síðustu dagar Sæunnar

Þriðjudagur 18. október 2022

Matthías Tryggvi Haraldsson höfundur og Una Þorleifsdóttir leikstjóri segja gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu Síðustu dagar Sæunnar.

Í kjölfarið verður farið yfir í Borgarleikhúsið þar sem boðið verður upp á stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Í lokin býðst gestum svo 10% afsláttur af miðum á sýninguna.

Borgarbókasafnið Kringlunni og Borgarleikhúsið hafa boðið upp á leikhúskaffi í nokkur ár þar sem leiksýningar eru kynntar fyrir áhugasömum stuttu fyrir frumsýningu. Síðustu dagar Sæunnar er nýtt verk eftir Matthías en hann er fráfarandi leikskáld Borgarleikhússins og hlaut Grímuverðlaunin 2019 sem sproti ársins. Það er ljúfsárt leikrit um nánd og fjarlægð, dauðann, maukaðan elliheimilismat og leitina að sátt. Verkið verður frumsýnt 28. októkber.

Leikhúskaffið er ókeypis, öll velkomin.

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | s. 411 6204