Leikhúskaffi | Macbeth
Leikhúskaffi | Macbeth

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Leikhúskaffi | Macbeth

Fimmtudagur 5. janúar 2023

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir dramatúrg segir gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins á Macbeth eftir William Shakespeare. Í kjölfarið verður farið yfir í Borgarleikhúsið þar sem gestir fá stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Í lokin býðst gestum 10% afsláttur af miðum á sýninguna.

Borgarbókasafnið Kringlunni og Borgarleikhúsið hafa í nokkur ár boðið upp á leikhúskaffi þar sem leiksýningar eru kynntar fyrir áhugasömum stuttu fyrir frumsýningu.

Saga hins blóði drifna, skoska konungs Macbeths var fyrst sett á svið fyrir meira en fjögur hundruð árum en galdurinn við bestu verk Williams Shakespeare er að viðfangsefnið er eilíft og talar sífellt inn í samtímann. Leikstjórinn, hin litháenska Uršulė Bartoševičiūtė er rísandi stjarna í leikhúsheimi Evrópu og kemur hingað með bæði nýja strauma og sterka hefð í farteskinu og tekst á við þetta stysta en mögulega magnaðasta verk Shakespeare ásamt einvala liði leikara og listrænna stjórnenda.

Leikhúskaffið er ókeypis, öll velkomin.

Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:


Guttormur Þorsteinsson, deildarbókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | s. 411 6204