Anime klúbbur Borgarbókasafnið Grófinni
Anime klúbbur Borgarbókasafnsins

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Liðnir viðburðir

Klúbbur | Anime fyrir 13-16 ára

Fimmtudagur 12. október 2023

Klúbburinn er ætlaður krökkum á aldrinum 13-16 ára sem hafa brennandi áhuga á Anime.

Við hittumst á fimmtu hæðinni í Grófinni í myndasögudeildinni. Í klúbbnum gerum við margt skemmtilegt eins og að gera merki, spila borðspil, cosplay, spjalla um anime svo eitthvað sé nefnt. Svo verða að sjálfsögðu skipulagðar bíósýningar, teiknismiðjur, kynningar á Anime bókum og bara hvað sem klúbbmeðlimum dettur í hug að gera!

Leiðbeinendur klúbbsins eru frá Íslenska myndasögusamfélaginu og Borgarbókasafninu og við leggja okkur sérstaklega fram að taka vel á móti öllum og okkar mottó er að það sé hvergi pláss fyrir fordóma.

Það er auðvitað ekkert þátttökugjald, en skráning er nauðsynleg.  Hægt er að skrá sig hér (ath neðst á síðunni) eða senda nafn, netfang og símanúmer til holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
 

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir Verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is

Merki