Emil Hjörvar Petersen

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:15
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Hrollvekjur og hryllingsskrif | Hrekkjavaka

Miðvikudagur 27. október 2021

Í tilefni af Hrekkjavöku fjallar rithöfundurinn Emil Hjörvar Petersen um hrollvekjubókmenntir. Hann mun segja frá mismunandi tegundum hrollvekja, sögu þeirra og stöðu á Íslandi.

Emil Hjörvar er þekktur fyrir að skrifa fantasíur sem oft eru í myrkari kantinum, til að mynda Sögu eftirlifenda og Víghóla. Hann mun einnig fjalla um hvað hafa ber í huga við hryllingsskrif en undanfarið hefur Emil einbeitt sér að hrollvekjunni. Ó, Karítas er dulrænn tryllir sem vakti mikla athygli og nú í haust kemur út áttunda skáldsagan hans, Hælið.

 

Fyrirlesturinn er styrktur af Miðstöð íslenskra bókmennta og fer fram á 5. hæð í Grófarhúsinu.

Allir velkomnir.

Umsjón: Emil Hjörvar Petersen. 

 

Frekari upplýsingar: 
emilhpetersen@gmail.com
soffia.bjarnadottir@reykjavik.is