Hjólatúr á Barnamenningarhátíð | Stefnumót á strigaskóm
Komið með í hjólatúr um Voga- og Heimahverfið og hlustið á Sigrúnu Jónu lesa upp úr nokkrum barnabókum á vel völdum stöðum, í tilefni Barnamenningarhátíðar. Fáum okkur svo heitt súkkulaði á kaffihúsi í lok ferðar.
Hjólastjórar: Árni Davíðsson hjá Landssamtökum hjólreiðamanna og Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, barnabókavörður á Borgarbókasafninu Sólheimum.
Boðið er upp á hjólatúr með bókmenntalegu ívafi einn laugardagsmorgun í mánuði frá janúar til apríl. Um er að ræða nýtt samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins, Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna þar sem boðið er upp á skemmtilega blöndu af útivist, hreyfingu og andlegri næringu. Verkefnið hlaut styrk frá Miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar.
Hjólatúrarnir eru ókeypis og öll velkomin að taka þátt.
Skráning fer fram hér fyrir neðan.
Sjá dagskrá Barnamenningarhátíðar hér
Næsti hjólatúr:
Stefnumót við skáldin í hverfinu
Hjólatúr um Hlíðarnar og nágrenni
Hjólum frá Borgarbókasafninu Kringlunni
Lau. 14.05.22 kl. 10:00-12:00
Nánari upplýsingar veita:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is
Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi
hjolafaerni@hjolafaerni.is