Haustfrí | Siggi syngur með börnunum
Vantar ykkur eitthvað skemmtilegt að gera í haustfríinu?
Við leysum það! Við ætlum að hittast og syngja saman vinsæl barnalög með Sigurði Inga tónlistarmanni.
Öll eru velkomin að koma og syngja með okkur og hafa gaman.
Sigurður Ingi Einarsson er slagverksleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins. Hann útskrifaðist af slagverksbraut frá Tónlistarskóla FÍH og seinna með BA próf í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands með námsönn í Prins Claus Conservatoire í Groningen. Sigurður hefur verið virkur íslensku tónlistarlífi, spilað með hljómsveitum, í leikhúsi og í fjölbreyttum verkefnum. Einnig semur hann tónlist og gefur hana út undir sínu eigin nafni. Hann hefur kennt tónlist, bæði í grunnskólum og tónlistarskólum, en einnig leiðir hann skapandi tónlistarvinnusmiðjur, til dæmis Spunavélina.
Nánari upplýsingar veitir:
Ástrún Friðbjörnsdóttir, sérfræðingur
astrun.fridbjornsdottir@reykjavik.is | s. 4116230