Um þennan viðburð

Tími
12:30 - 14:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
13-16 ára
Liðnir viðburðir

Haustfrí | Scratch tölvuleikjagerð

Mánudagur 30. október 2023

Við köfum í heim forritunar og lærum að búa til okkar eigin tölvuleiki með Scratch sem er byrjendavænt og sjónrænt forritunarmál.

Þjálfarar frá Skema í HR leiða þig skref fyrir skref í gegnum ferlið, kenna þér hvernig á að hanna persónur, forrita þær og bæta við spennandi hlutum eins og stigagjöf. Hvort sem þú ert byrjandi eða hefur reynslu af forritun er þetta námskeið hentugt fyrir alla sem vilja skapa og hefja spennandi ferðalag í tölvuleikjagerð. Skráðu þig og leyfðu sköpunargáfunni þinni að stjórna þegar þú verður tölvuleikjaforritari í Scratch!


Námskeiðið er ókeypis og tölvur verða á staðnum en plássið er takmarkað og því er skráning nauðsynleg.
Vinsamlegast notið skráningarformið hér neðar á síðunni.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250