
Skikkjur má nota við ýmis tækifæri
Um þennan viðburð
Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir
Handverkskaffi | Skikkjugerð
Mánudagur 27. janúar 2020
Öskudagurinn er í nánd og því er rétti tíminn til að sauma sér búning. Við bjóðum körlum, konum og ungmennum að koma og sauma sér skikkju fyrir öskudaginn eða annað gott tilefni.
Á Borgarbókasafninu í Árbæ eru saumavélar og góð aðstaða til að sauma.
Leiðbeinandi er Andzelina Kusowska Sigurðsson klæðskeri og bókavörður.
Efni er hægt að kaupa á staðnum. Nóg er af tvinna í öllum litum, skærum og öðru sem þarf.
Skráning í síma: 411-6250 eða á Borgarbókasafninu Árbæ.
Verið velkomin!
Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir, deildarbókavörður
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is
411 6250