FULLT! Sumarsmiðja | Saga sem lifnar við fyrir 9-12 ára
Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.
Staðsetning: 5.hæð
Hvernig skapar þú ógleymanlegar söguhetjur og undraheima? Linda Ólafsdóttir myndhöfundur og barnabókahöfundur leiðbeinir börnum og ungmennum um hvernig þau færa líf í sögurnar sínar. Þátttakendur læra að teikna sögupersónur og skapa umhverfi þeirra og raða saman í bók sem þau útbúa annað hvort eftir sinni eigin sögu eða klassískum ævintýrum.
Linda Ólafsdóttir hefur myndlýst fjölda bóka fyrir börn og fjölskyldur. Hún er með BFA gráðu í myndlist, MFA gráðu í myndlýsingum (e. illustration), kennsluréttindi og kennir við Myndlistaskólann í Reykjavík ásamt því að teikna og skrifa frá vinnustofu sinni í Laugardalnum. Linda er höfundur bókarinnar Leika? og er meðal annarra bóka myndhöfundur að Reykjavík barnanna, Íslandsbók barnanna, Draumaþjófsins og Blíðfinns.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145