Um þennan viðburð
FRESTAÐ Ljóðaslamm | Ljóð og rapp
Vinsamlegast athugið að þessari smiðju hefur verið frestað til 20. janúar.
Staðsetning: 1. hæð, Torgið.
Athugið: Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið hér fyrir neðan.
Þátttakendur fá kynningu á uppruna listformsins ljóðaslamm, öðru nafni Poetry Slam. Við skoðum hvernig ljóðformið er notað í ljóðaslammi og þátttakendur fá innblástur, hvatningu og leiðsögn til að semja eigin ljóð eða prósa. Á námskeiðinu gefst tækifæri til að bera saman bækur við aðra þátttakendur og jafnvel lesa upp afrakstur námskeiðsins.
Allt um Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins.
Leiðbeinendur: Atli Sigþórsson (Kött Grá Pje) og Jón Magnús Arnarsson
Kött Grá Pje er skáld og rappari norðan úr landi. Hann hefur gefið út nokkur misgóð örsagnasöfn og brussast um ótal svið. Orð, bull og órar eru honum hugleikin á góðum degi.
Jón Magnús Arnarsson hefur verið viðloðandi ljóðaslamm frá upphafi vegferðar þess hér á landi en fékk fyrst áhuga á því árið 2001 þegar hann varð vitni að flutningi Saul Williams, Bandaríkjameistara í ljóðaslammi, á Hróarskeldu. Jóg Magnús útskrifaðist úr leiklist frá The Commedia School árið 2013. Eftir útskrift skrifaði hann og lék í tveimur einleikjum sem fluttir voru á Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri.Hann er einn af stofnendum hópsins Golden Gang Comedy sem staðið hefur fyrir vikulegu uppistandi í Reykjavík um fimm ára skeið. Þá var hann ein af forsvarsmönnum fjöllistahátíðarinnar Reykjavík Fringe Festival sem var fyrst haldin sumarið 2018. Árið 2017 vann Jón Magnús Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins og tók í kjölfarið þátt í virtum alþjóðakeppnum í þeirri list. Fyrsta leikrit hans, Tvískinnungur var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember 2018. Þá þýddi hann leikgerð Rómeó og Júlíu sem flutt var í Þjóðleikhúsinu árið 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100