
Um þennan viðburð
FRESTAÐ Fræðakaffi | „Illt gerðir þú móðir, að varna mér lífs“
Vinsamlegast athugið að fræðakaffinu hefur verið frestað til 25. apríl n.k.
Hvað geta birtingarmyndir kvenna í þjóðsögum sagt okkur um viðhorfin í þeirra garð á fyrri tíð? Rannsóknir Dagrúnar Óskar Jónsdóttur þjóðfræðings beinast að þessu, en hún skoðar sérstaklega konur sem fóru gegn ríkjandi hugmyndum um hlutverk kvenna og hvað þótti kvenlegt á öldum áður, en þar var móðurhlutverkið haft í hávegum.
Í þjóðsögunum má finna dæmi um konur sem höfnuðu móðurhlutverkinu, bæði giftar konur sem vildu vera barnlausar (en á þeim tíma var ætlast til þess að þær eignuðust börn) og svo ógiftar konur sem eignuðust börn og báru þau út, en þá gengu börnin aftur og refsuðu mæðrum sínum fyrir glæpinn, eins og í sögunni um Móður mína í kví, kví.
Dagrún Ósk kynnir rannsóknir sínar á Fræðakaffi í Spönginni, verið öll velkomin!
Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is