Tónlist, dans og tíska á stríðsárunum, Páll Baldvin Baldvinsson
Tónlist, dans og tíska á stríðsárunum, Páll Baldvin Baldvinsson

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Fræðakaffi | Tónlist, dans og tíska á stríðsárunum

Mánudagur 22. nóvember 2021

Seinni heimstyrjöldin er stöðugt kveikja að söguefni: í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og sagnagerð. Skemmtanalífið í Reykjavík á tímum seinni heimsstyrjaldar hefur lengi verið sveipað goðsögulegum ljóma, en hverjar voru aðstæður þessara tíma? Hvernig skemmti fólk sér fyrir hernámið? Var munur á skemmtanahaldi breska setuliðsins, Kanadamanna og Norðmanna fyrir aðkomu bandaríska herliðsins? Hvað breyttist við komu Kanans?

Páll Baldvin Baldvinsson reifar þetta áhugamál okkar daga, en hann er þaulkunnugur sögu stríðsáranna. Fyrir nokkrum árum tók hann saman stórbók um stríðsárin á Íslandi og hlaut fyrir heiðursviðurkenningu Hagþenkis og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og viðurkenningu starfsfólks bókaverslana. 

Páll nam bókmenntafræði og leikhúsfræði, hann hefur starfað við ýmsar leiklistarstofnanir og sem gagnrýnandi í fjölmiðlum auk þess að sinna þar menningarumfjöllun. Páll hefur einnig fengist við leikgerðir og þýðingar og gefið út áðurnefnda bók, Stríðsárin 1938-1945, sem og Síldarárin 1867-1969.

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Steinunn Stephensen, deildarbókavörður
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is
 

Bækur og annað efni