Aldrei nema kona, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Aldrei nema kona, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 17:45
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Fræðakaffi | „Bara“ konur?

Mánudagur 27. febrúar 2023

Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir kennari og rithöfundur fjallar um bækur sínar Aldrei nema kona  og Aldrei nema vinnukona og segir frá rannsóknarvinnu sinni að baki þeim, en í bókunum segir frá þremur ættliðum skagfirskra alþýðukvenna og örlögum þeirra. Þetta voru fátækar konur og lífsbaráttan hörð, með þrautseigju og æðruleysi tókst konunum að komast af þrátt fyrir hart árferði og harðneskjulegt samfélag.

Í bókunum rekur Sveinbjörg æviferil langmæðgna sinna og byggir þar á heimildum úr kirkjubókum, manntölum, æviskrám, dómabókum og ýmsum heimildum öðrum. Sögutíminn spannar meira en hundrað ár, frá miðri átjándu öld fram yfir miðja hina nítjándu og sögusviðið spannar allt frá bóndabæjum í Skagafirði yfir til Vesturheims.

Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir nam íslensku og enskar bókmenntir, hún starfaði lengst af sem kennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla og hefur líka fengist við þýðingar og ljóðagerð. Aldrei nema kona kom út árið 2020 og Aldrei nema vinnukona árið 2022.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, sérfræðingur
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230

 

Bækur og annað efni