Um þennan viðburð
Fjölskyldustund á Degi hinna dauðu
Félag Mexikóa á Íslandi býður til fjölskylduhátíðar á Degi hinna dauðu þar sem boðið verður upp á andlitsmálningu og tónlist auk þess sem skreyttar verða smákökur og sett upp altari eins og venja er á þessum degi.
Hvað er Dagur hinna dauðu? Dagur hinna dauðu er haldinn hátíðlegur árlega víða um Mexíkó. Þemað er eins og nafnið gefur til kynna dauðinn, að sýna ást og virðingu fyrir látnum fjölskyldumeðlimum. Árið 2008 bætti UNESCO deginum á lista yfir menningararf mannkyns. Í dag fagna Mexíkóar af öllum trúarlegum og þjóðernislegum uppruna Degi hinna dauðu, en í grunninn er hátíðin staðfesting á lífi frumbyggja.
Miðpunktur hátíðarinnar er altari, byggt á einkaheimilum og í kirkjugörðum. Altarið býður anda látinna ættingja velkomna aftur í ríki hinna lifandi. Sem slík eru þau hlaðin fórnum - vatni, mat, fjölskyldumyndum og kertum. Ef einhver ættingjanna var barn þegar það lést gætirðu einnig fundið lítil leikföng á altarinu. Altarið og götur bæjarins er síðan skreytt með Papel Picado, litskrúðugu pappírsskrauti sem táknar vindinn og viðkvæmni lífsins.
Snemma á 20. öld bjó mexíkóski stjórnmálateiknarinn José Guadalupe Posada til persónugervingu dauðans í flottum frönskum skrúða og tilvitnunin „við erum öll beinagrindur“ er almennt kennd við Posada. Í dag er Catrina, glæsileg höfuðkúpa eftir eftir Diego Rivera, frá árinu 1947 algengasta tákn Dags hinna dauðu.
Öll velkomin á hátíð í tilefni Dags hinna dauðu - aðgangur ókeypis.
Fyrir nánari upplýsingar
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411 - 6187