
Um þennan viðburð
Ferðakaffi | Á kajak í kringum Ísland
Veiga Grétarsdóttir hætti að lifa sem karlmaður og fór að lifa sem konan sem hún hafði alltaf verið, leiðrétti kyn sitt og réri rangsælis á kajak umhverfis landið á móti ríkjandi straumnum.
í þessum einlæga og persónulega fyrirlestri fer Veiga yfir það hvernig var að burðast alltaf með leyndarmálið um hver hún var. Hún horfðist í augu við sjálfa sig, viðurkenndi eigin tilfinningar, sjálfsmynd og fordóma og fór í kynleiðréttingu með öllum þeim aðgerðum og meðferðum sem því fylgja. Hún varð svo ekki einungis fyrsta íslenska konan til að róa hringinn í kringum landið heldur einnig fyrsta transkonan í heimum til að vinna slíkt þrekvirki. Fyrir utan átökin við náttúruöflin, brimið, hvalina, refina og jökulárnar, tókst hún á við sjálfa sig, samfélagið, kynhlutverkið, fordómana og lífið.
Nánari upplýsingar veita:
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavikis | s. 411 6204
Veiga Grétarsdóttir
veiga@veiga.is