Um þennan viðburð
Deilivettvangur | Hvað er ekta þú?
Uppgötvaðu, deildu og fagnaðu ástríðum þínum og gjöfum á deilimarkaðnum „Hvað er ekta þú?“ Við komum saman og deilum því sem við höfum fram að færa - hvaða verðmæti leynast hjá þér? Tími, hæfni og geta eru mikilvæg verðmæti sem hægt er að skiptast á - þetta er ekki einungis skipti á verðmætum heldur ferðalag þar sem við tökum skref í átt að því að gera lífið innihaldsríkara og styðja betur við þau sem taka þátt.
Hvort sem þú ert áhugasamur um að deila ástríðu, sækjast eftir stuðningi við verkefni eða ert einfaldlega forvitinn um leynda hæfileika í samfélagi þínu, þá býður „Hvað er ekta þú?“ upp á vettvang til að uppgötva og vera uppgötvaður.
Leystu úr læðingi möguleika þína
Í leiðandi ferli sem kallast tilboðs- og þarfamarkaður á vegum félagasamtakana Totel.ly , áttu í röð innihaldsríkra samskipta við aðra. Þetta ferli hefur fært einstaklingum um allan heim tækifæri til að finna atvinnu, stofna til nýrra vinatengsla, læra nýstárlegar aðferðir og jafnvel að hitta áreiðanlega samstarfsaðila. Þetta er sannreynd leið til að auka sjálfstraust, efla traust og sýna fram á þau fjölmörgu tækifæri sem eru í kringum okkur.
Dýpka tengsl, leysa áskoranir
Töfrar þess að deila framboði og þörfum okkar felast í þeim tengslum sem við myndum og þeim lausnum sem við uppgötvum í sameiningu. Hvort sem þú býður upp á færni, leitar ráða eða leggur til samstarfsverkefni, er hvert samspil skref í átt að því að gera lífið innihaldsríkara og styðja betur við alla sem að því koma. Þátttakendur eru hvattir til að tjá sig um framboð, staðsetningu og eðli skiptanna, hvort sem það felur í sér greiðslu, kaup eða einfaldlega gleðina við að gefa.
Komdu með okkur í ferðalag! Á þessum vettvangi fögnum við því sem gerir okkur hvert og eitt einstakt og gerir lífið ánægjulegra og auðveldara .
Öll velkomin, þátttaka ókeypis
Viðburðurinn er styrktur af Hverfissjóði Reykjavíkurborgar.
Frekari upplýsingar veitir
Tanja Wohlrab-Ryaner
tanja@totel.ly