Barnamenningarhátíð | Sýning | Tungumálablóm
Gagnalist
Staðsetning: Glerveggur við stigann, 2. hæð
Í vetur fór af stað verkefni hjá Reykjavíkurborg sem snýr að því að umbreyta þjónustu við fjöltyngd börn í Reykjavík. Helsta markmið verkefnisins er að styðja við fjöltyngd börn og fjölskyldur þeirra og efla íslenskukunnáttu. Víðtækt notendasamráð fór fram í verkefninu þar sem rætt var við fjölda barna, fjölskyldur, kennara og aðra hagaðila.
Einn hluti verkefnisins voru vinnustofur með um 120 börnum í 4. bekk. Þar svöruðu börnin spurningum um tungumál, inngildingu og viðhorf. Fyrir hverja spurningu fengu börnin mismunandi form til að svara og mynda úr þeim tungumálablóm. Hver litur og hvert form í tungumálablómunum tákna ólík svör við spurningunum og því má lesa ýmsar áhugaverðar upplýsingar úr sýningunni.
Sýningin er hluti af Barnamenningarhátíð og fer fram í Grófinni 23.-28. apríl. Lokað er á sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl.
Nánari upplýsingar veitir:
Embla Vigfúsdóttir, myndhönnuður
embla.vigfusdottir@reykjavik.is