Barnamenningarhátíð, Víkurskóli
Barnamenningarhátíð, Víkurskóli

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Barnamenningarhátíð | Sýning | Gróður í Grafarvogi

Föstudagur 19. apríl 2024 - Föstudagur 3. maí 2024

Nemendur í 9. bekk Víkurskóla - nýsköpunarskóla sýna þverfaglegar rannsóknir á lífríki Grafarvogs. Jurtirnar sem sýndar eru vaxa í nágrenni skólans. Nemendur tíndu jurtir, þurrkuðu og pressuðu og tóku ljósmyndir. Krakkarnir tóku smásjármyndir af gróðrinum, greindu plöntur með greininga-appi og gerðu upplýsingaspjöld og stuttmyndir. Þau gerðu tilraunir með fjölbreyttum þrykkaðferðum og teiknuðu á endurunninn textíl. Þau fundu gróðurleifar frá síðasta hausti, ljósmynduðu og unnu pappírsverk úr gróðrinum.

Leiðbeinendur þeirra voru Veroncia Piazza, líffræðikennari og Erna G. Sigurðardóttir myndlistarkennari. Verkefnið er hluti af framlagi LÁN til Barnamenningarhátíð 2024.

Öll hjartanlega velkomin!