Um þennan viðburð
100 ára afmæli | Miðgarður: Tónlistar- og ljóðadagskrá
Hátíðleg dagskrá þar sem Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands flytur ávarp.
Tónlistaratriði með ljóðaupplestri þar sem Brynja Hjálmsdóttir skáld fer með ljóð og Davíð Berndsen tónskáld leikur á nýjan flygil hússins.
Brynja Hjálmsdóttir er skáld og rithöfundur. Hún fæddist í Reykjavík árið 1992. Hún er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur og Ljóðstafs Jóns úr Vör, sem hún hlaut árið 2022 fyrir ljóðið Þegar dagar aldrei dagar aldrei. Fyrir sína fyrstu bók, Okfrumuna (2019), fékk Brynja tilnefningu til Fjöruverðlaunanna og hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslanna. Okfrumunni var meðal annars lýst sem „einni áhugaverðustu ljóðabók ársins“ í ritrýni Soffíu Auðar Birgisdóttur, sem sagði jafnframt: „Sjaldgæft er að sjá svo sterkt byrjandaverk sem þessa bók“. Kona lítur við, sem kom út 2021, fékk tilnefningu til ljóðaverðlauna Maístjörnunnar.
Davíð Berndsen er tónskáld, skemmtikraftur og myndlistamaður. Hann hefur með lagasmíðum sínum og hispurslausri framkomu sungið sig inn í hjörtu allra landsmanna. Hljómplöturnar Lover in the Dark, Planet Earth og Alter Ego fengu allar frábærar viðtökur hlustenda og gagnrýnanda, en þar að auki hefur hann samið tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús. Má þar nefna tónlistina við þáttaröðina Aftureldingu sem nú er á dagskrá Ríkissjónvarpsins.
Að lokum slítur Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður Reykjavíkur formlegri dagskrá.
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal.
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í öllum söfnum okkar helgina 15. og 16. apríl.
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is