kofaræksni á íslandi á síðustu öld
Kofaræksni - ljósm. Sigurður Guttormsson

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Fræðakaffi | Híbýli fátæktar á síðustu öld

Mánudagur 27. janúar 2020

Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur segir frá nýjum rannsóknum á híbýlum þeirra fátækustu á Íslandi á ofanverðri 20. öld. Hún spyr: hvað gerði hús að húsaskjóli?

Sjónum verður sérstaklega beint að gagnmerku safni ljósmynda sem Sigurður Guttormsson tók af „kofaræksnum“ á árunum milli 1930 – 1960. Myndasafn þetta er í eigu ASÍ og er birt í nýútkominni bók í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar er nefnist Híbýli fátæktar – húsnæði og veraldleg gæði fólks á 19. öld og fram á 20. öld.

Komið, fræðist og fáið ykkur kaffi!

Nánari upplýsingar:
Sigríður Stephensen, sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

Bækur og annað efni