Litla gula peysan
Litla gula peysan

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:00
Verð
Frítt
Tungumál
-
Kaffistundir

Prjónastund | Litla gula peysan

Miðvikudagur 26. febrúar 2025

Miðvikudaginn 26. febrúar verður prjónakaffi í Borgarbókasafni Spönginni þar sem Litla gula peysan verður prjónuð. Peysan skartar kennimerki Lífsbrúar - miðstöðvar sjálfsvígsforvarna og uppskriftin er aðgengileg hér. Hægt er að nota peysuna, t.d. á lyklakippu,  sem hálsmen eða töskuskraut.

Edda Lilja Guðmundsdóttir hannaði peysuna og gaf Lífsbrú uppskriftina. Hún  verður á staðnum og nóg af gulu og bláu garni. Prjónar sem mælt er með að mæta með eru í stærðinni 3 mm.

Eftir prjónastundina verða Litlu gulu peysurnar sem verða til, færðar Lífsbrú sem mun selja þær til styrktar sjálfsvígsforvörnum og vitundarvakningunni Gulur september.  Einnig er hægt  að skila inn prjónuðum peysum  í prjónabúðinni Maró, Hlíðarfót 11, 102 Reykjavík.

Sjáumst í Borgarbókasafninu í Spöng!

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Að Gulum september standa fulltrúar frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú Miðstöð sjálfsvígsforvarna, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, sérfræðingur
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is, s. 411 6230