Leikhúskaffi | Útlendingurinn — Morðgáta
Leikhúskaffi | Útlendingurinn — Morðgáta

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Staður
Borgarleikhúsið
Listabraut 3
103 Reykjavík
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Leikhúskaffi | Útlendingurinn — Morðgáta

Þriðjudagur 15. september 2020

Skráning er á alla viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. Sjá nánar hér.

  • Staðsetning viðburðar: Litla svið Borgarleikhússins.
  • Hámarksfjöldi gesta: 30

Sjá skráningarform neðst á síðunni

Pétur Ármannsson leikstjóri og Friðgeir Einarsson höfundur sýningarinnar segja gestum Borgarbókasafnsins og Borgarleikhússins frá uppsetningu Útlendingsins — Morðgátu. Sýningin fjallar um rannsókn Friðgeirs á hinu dularfulla Ísdalsmáli þar sem kvennmannslík fannst rétt fyrir utan Bergen í Noregi árið 1970.

Að loknum umræðum býðst gestum stutt kynning á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Miðar verða svo í boði á 10% afslætti að leikhúskaffi loknu.

Viðburðurinn er ókeypis, öll velkomin.

Bækur og annað efni