Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla
Kaffistundir

Vísindakaffi | Stafrænar heilbrigðislausnir

Fimmtudagur 31. ágúst 2023

Dr. Anna Sigríður Islind er dósent í tölvunarfræði (e. associate professor) við Háskólann í Reykjavík (HR). Anna Sigríður lauk doktorsnámi sínu frá Högskolan Väst í Svíþjóð og vann lengi vel við sama háskóla. Síðla árs 2018 kom hún til HR og hefur verið þar allar götur síðan. Rannsóknir hennar fjalla um notkun stafrænna innviða til að bæta lífsgæði og hefur hún einblínt mikið á það hvernig hægt er að auka gæði innan heilbrigðiskerfisins með því að hanna, þróa og nota stafræna tækni og gagnadrifna heilbriðisþjónustu af heilindum.

Anna Sigríður er gestur í Vísindakaffi og mun stikla á stóru um það hvernig hægt er að nýta gögn úr snjalltækjum (e. data from wearables) og smáforritum (e. app data) til að taka upplýstar ákvarðanir innan heilbrigðiskerfisins.

 

Vísindakaffi er viðburðaröð þar sem fjallað er um vísindi „á mannamáli“. Fræðimaður segir frá rannsóknum á sínu sviði og svo gefst gestum kostur á að ræða við hann/hana/hán og spyrja spurninga – og engar spurningar eru heimskulegar. Umsjónarmaður viðburðarins leiðir spjallið.

Nánari upplýsingar veitir:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri 
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is