Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla
Skapandi tækni

Verkstæðin | Fiktdagar - opnir aðstoðartímar

Þriðjudagur 20. september 2022

Langar þig að læra að þrívíddarprenta, búa til barmmerki, prenta límmiða og fatalímmiða, forrita í Minecraft, tengja saman rafrásir með LittleBits og sitthvað fleira?

Fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði eru opnir aðstoðartímar á Verkstæðinu í Gerðubergi. Öll velkomin - í boði er að fá aðstoð við að læra og nota tækin og tólin á staðnum, vinna sjálfstætt eða einfaldlega prófa sig áfram og leyfa sköpunarkraftinum að blómstra. 

Fiktdagarnir eru fyrir 8 ára og eldri en yngri börn velkomin í fylgd með fullorðnum

Þátttaka er ókeypis og engrar fyrirfram þekkingar krafist, bara mæta, prófa og fikta!  

Allt um verkstæðin. 


Fyrir frekari upplýsingar:
Karl James Pestka | Verkefnastjóri Verkstæða
karl.james.pestka@reykjavik.is