Stafli af alls kyns smáritum. A stack of various zines.

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla
Föndur

Tilbúningur | Smáritagerð

Miðvikudagur 5. apríl 2023

Smárit (e. zines) eru frábær og aðgengileg leið til þess að setja fram alls konar efni. Til dæmis má nota þau til þess að segja sögu, setja fram fræðsluefni, eða nota þau sem dagbók. Hvað sem þér dettur í hug getur þú trúlega fjallað um í smáriti! Möguleikarnir eru endalausir.

Í þessum tilbúningi ætlum við að kynnast einfaldri leið til að búa til smárit úr aðeins einu A4 blaði. Pappír og önnur verkfæri verða til staðar.

Védís Huldudóttir, myndlistarkona og sérfræðingur, leiðbeinir viðburðinum.

Tilbúningur í Spönginni er öllum opinn, og við hvetjum fólk á öllum aldri til að mæta og taka þátt.

Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, og í Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar.

Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg. 

Viðburðurinn á facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | ✆ 411-6237