Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 19:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Fræðsla
Föndur

Námskeið í kertamálun

Miðvikudagur 3. desember 2025

 

Hugguleg og jólaleg kvöldstund í Borgarbókasafninu Sólheimum, fimmtudaginn 3. desember kl. 18:00-19:30, þar sem þátttakendur læra að handmála kerti með akrýlmálningu í góðum félagsskap. Allt efni er á staðnum, heitt á könnunni og hægt að ylja sér á ljúfu tei. Fullkomið tækifæri til að fara rólega inn í aðventuna og kynnast nýju dundi.

Thelma Lind er forfallinn fagurkeri og stemmningskona sem leggur stund á allt dund. Hún er með sjónlistarpróf frá Myndlistarskóla Reykjavíkur en er að öðru leyti sjálflærður listamaður sem unir sér best við pottana eða með pensil í hendi.

 

Þú getur fylgt henni á Instagram hér:
https://www.instagram.com/thelmadund


Námskeiðið er ókeypis en skráning er nauðsynleg og fer fram hér fyrir neðan.

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:

María Þórðardóttir, sérfræðingur
maria.thordardottir@reykjavik.is

S: 411 6160