Leikhúskaffi | Njála á hundavaði
Leikhúskaffi | Njála á hundavaði

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Leikhúskaffi | Njála á hundavaði

Þriðjudagur 26. október 2021

Borgarbókasafnið í Kringlunni og Borgarleikhúsið hafa boðið upp á leikhúskaffi í nokkur ár þar sem leiksýningar eru kynntar fyrir áhugasömum stuttu fyrir frumsýningu.

Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen segja gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu Njála á hundavaði en þeir leika í sýningunni, semja tónlistina og eru uppistaðan í hljómsveitinni Hundur í óskilum. Í kjölfar kynningarinnar verður rölt yfir í leikhúsið þar sem fjallað verður um og skoðuð leikmynd leikritsins og önnur umgjörð. Í lokin býðst þátttakendum 10% afsláttur á miðum á sýninguna.

Viðburðurinn er ókeypis, öll velkomin.

Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavikis | s. 411 6204