Kynlegt stríð, Bára Baldursdóttir
Ljósmynd fengin frá National Archives í Maryland (NARA). 111-SZ-142657

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Fræðakaffi | Kynlegt stríð

Mánudagur 22. apríl 2024

Á hernámsárunum upp úr 1940 varð samgangur íslenskra kvenna og breskra og bandarískra hermanna ýmsum hér á landi mikið áhyggjuefni. Bára Baldursdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað málið og nýlega fékk hún aðgang að skjölum sem varpa nýju ljósi á efnið, hún segir frá bók sinni, Kynlegt stríð, sem kom út fyrir síðustu jól.

Yfirvöld njósnuðu um mikinn fjölda stúlkna og fullveðja kvenna sem taldar voru ógna íslenskri menningu og þjóðerni.  Umfang njósnanna og hversu langt var gengið í þeim á sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu. Í kjölfar umdeildra bráðabirgðalaga var Ungmennadómur settur á fót sem dæmdi stúlkur til sveitar- eða hælisvistar. Stofnað var hæli á Kleppjárnsreykjum þar sem stúlkur voru vistaðar mót vilja sínum til að bæta siðferðisvitund þeirra. Saga þeirra er hér reifuð frá ýmsum sjónarhornum og byggir að hluta á dagbók hælisins á Kleppjárnsreykjum.

Bára Baldursdóttir hefur um árabil rannsakað samneyti íslenskra kvenna og hermannanna. Nýverið fékk hún aðgang að tveimur lykilskjalasöfnum á Þjóðskjalasafni sem valdið hafa straumhvörfum í rannsóknum á þessum örlagatíma í sögu þjóðarinnar. Bókin Kynlegt stríð var tilnefnd til  Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og hún var einnig tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna fyrr á þessu ári.

Viðburðurinn á facebook


Frekari upplýsingar veita:
Bára Baldursdóttir
bara.baldursdottir@gmail.com | s: 821 4286

Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | s: 411 6230

Bækur og annað efni