Hulduþjóðir Evrópu, Þorleifur Friðriksson

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Fræðakaffi | Hulduþjóðir Evrópu

Mánudagur 22. febrúar 2021

Landamæri innan Evrópu hafa færst til gegnum aldirnar en þjóðirnar sem þar hafa búið um aldir lifa áfram, oft í skugga fjandsamlegra yfirvalda. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur segir frá lítt þekktum þjóðum á borð við Rútena, Húsúla og Bojka, sem eru meðal þeirra fjörutíu hulduþjóða sem hann hefur heimsótt. Saga þeirra er oft reyfarakennd og menningin gjarnan gjörólík því sem ríkir í viðkomandi löndum. Yfir og allt um kring er svo átakamikil saga Evrópu.

Þorleifur Friðriksson er doktor í sagnfræði og eftir hann liggja ýmis rit, m.a. saga Verkmannafélagsins Dagsbrúnar. Bók hans, Hulduþjóðir Evrópu, kom út hjá Veröld árið 2016.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

 

Bækur og annað efni