Guðrún Ingólfsdóttir
Guðrún Ingólfsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Fræðakaffi | Guðhræðslan – náttúran - greddan

Mánudagur 12. september 2022

Það var ekki fyrr en á 19. öld að íslenskar konur fengu sumar að setjast á formlega skólabekki. Áður fór menntun þeirra einkum fram heima eða þær voru sendar í læri hjá konum (aðallega prestfrúm) sem ráku heimaskóla.

Lærðu þær bara að hræra í grautarpottum allan liðlangan daginn, bæta bót og taka í gat á sokk? Lærðu þær að lesa og hvaða lesefni lúrðu þær á í fleti sínu? Var það aðallega guðsorð og rómantískar ástarsögur? Höfðu þær ekki bara asklok fyrir himinn? Voru þær færar um að yrkja þegar útsýnið var aðeins fram á bæjarhlaðið? Var einhver þeirra svo djörf að rísa í skáldskap upp gegn kynferðislegum yfirgangi manna sem misbeittu valdi sínu?

Er ekki kominn tími á örlítið meiri diskant í sama gamla falska sönginn um konur, menntun þeirra og skáldskap á fyrri tíð?

Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur segir frá skáldskap íslenskra kvenna fyrr á öldum og bókunum þeirra.

Öll velkomin!


Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

Bækur og annað efni