Ívar Örn Hauksson fluguhnýtingargerðarmaður
Ívar Örn Hauksson

Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 20:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Fræðsla
Föndur

Fluguhnýtingarnámskeið fyrir byrjendur

Mánudagur 20. janúar 2025

Í samstarfi við fluguhnýtarann, fluguveiðimanninn og náttúrubarnið Ívar Örn Hauksson býður Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal upp á byrjendanámskeið í fluguhnýtingum. 

Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði í fluguhnýtingum, s.s. efni, króka og verkfæri á fróðlegan, skemmtilegan og uppbyggilegan hátt. Þá verða hnýttar 1-2 flugur og verður Ívar nemendum til halds og trausts. 

Námskeiðið er einstakt tækifæri fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluguhnýtingum og langar að læra og byrja að hnýta sínar eigin flugur.

Ívar er uppalinn Vestfirðingur og lærði fluguhnýtingar m.a. af Jóni Sigurðssyni frá Bíldudal, Jóni Pedersen og Berki Jónssyni. Allir eru þeir landsþekktir meðal fluguhnýtara og veiðimanna.

Innifalið í námskeiðinu eru öll verkfæri og efni í þær flugur sem verða hnýttar sem og kennsla og leiðsögn. Þátttakendum er þó að sjálfsögðu frjálst að koma með sínar eigin græjur og efni. 

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ: Takmarkaður sætafjöldi í boði! Skráning er nauðsynleg og fer fram neðar á þessari síðu frá 7. janúar.
 

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is