Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Heimspekikaffi | Hamingja og andleg heilsa

Miðvikudagur 16. október 2019

Hvað þýðir það að vera við góða andlega heilsu? Hvernig má bæta andlega vellíðan og hamingjustundir? Hvaða lífsgildi er gott að styrkja til að finna jafnvægi á milli eirðarleysis og ofmetnaðar?

Gunnar Hersveinn heimspekingur og Helga Arnardóttir félags- og heilsusálfræðingur munu eiga uppbyggilegt samtal um andlega heilsu í næsta Heimspekikaffi  Þau munu m.a. fjalla um sjálfsumhyggju, uppbyggileg samskipti, lífsgildi og hamingjuna sem hugsanlega hliðarverkun tiltekins lífernis.

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir farið út með gott veganesti til að ræða frekar.

Helga Arnardóttir er með mastersgráðu í félags- og heilsusálfræði frá Maastricht University og diplomagráðu í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Auk þess hefur hún fengið þjálfun í ráðgjöf á forsendum jákvæðrar sálfræði (positive psychology coacing) og kennaraþjálfun í núvitund. Hún starfar við ýmisskonar fræðslu um jákvæða sálfræði og andlega heilsu.

Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur hefur umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin á aðgengilegan hátt. Hann hefur skrifað m.a. skrifað bækurnar Gæfuspor, Orðspor, Þjóðgildin og síðast Hugskot – skamm, fram- og víðsýni ásamt Friðbjörgu Ingimarsdóttur.