Um þennan viðburð
Tími
16:00 - 17:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska
Föndur
Tilbúningur | Dagblaðapottar
Fimmtudagur 13. febrúar 2025
Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín í góðum félagsskap?
Föndrum saman, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn.
Nú er góður tími til að láta sig dreyma um blóm og sumar. Í þessum tilbúningi ætlum við að búa til fræumslög og sáðpotta úr tímaritum og dagblöðum.
Sæunn Þorsteinsdóttir listakona leiðbeinir.
Tilbúningur fer fram í Borgarbókasafninu Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar og í Borgarbókasafninu Spöng fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.
Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur barnastarfs
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250