Pappírsblóm að kínverskum hætti
Í Kína er til siðs að klippa út blóm úr pappír og hengja út í glugga þegar vorhátíð gengur í garð.
Kínverska vorhátíðin 2024 er að þessu sinni 10. febrúar í tilefni þess blæs Kínverska sendiráðið til menningarviku 28. janúar – 4. febrúar með viðburðum á mismunandi stöðum.
Í Borgarbókasafninu Spönginni býður sendiráðið gestum og gangandi að koma og klippa út falleg hefðbundin kínversk pappírsblóm.
Viðburðurinn hentar fólki á öllum aldri, en þau yngri gætu þurft aðstoð frá þeim sem eldri eru.
Árið 2024 er ár drekans í Kína og geta börn því einnig gert sinn eigin kínverska dreka.
Efni og áhöld eru á staðnum.
Viðburðurinn er ókeypis og engin skráning er nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veita:
Lyu Xiaoxiao
chinaemb@simnet.is
Chinese Embassy in Iceland
Katrín Guðmundsdóttir
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6230
Borgarbókasafnið Spönginni