
Um þennan viðburð
make-a-thek X Fríbúðin | Textílbarinn, prjónaveisla og garnsöfnun
Nýtum alla þræðina
Í tilefni Evrópsku nýtnivikunnar, sem haldin verður dagana 22.–30. nóvember, kallar Borgarbókasafnið Gerðubergi eftir öllum löngu gleymdu garnafgöngunum, hálfkláruðu garnverkefnunum, gömlum prjónaflíkum og öllu því sem tengist handavinnu en vantar nýtt heimili.
Hægt verður að koma með efni á bæði bókasafnið og í Fríbúðina í Gerðubergi.
Í lok vikunnar verður svo sannkallaðri prjónaveislu slegið upp á bókasafninu, þar sem gestir geta gripið í gómsæta garnhnykla og fundið nýjar, skapandi leiðir til að tengja saman alla þræðina í skemmtilegum verkefnum.
Textílbarinn heimsækir okkur og segir frá sinni starfsemi og verður með ýmislegt spennandi á boðstólunum sem hægt er að njóta á aðventunni.
Nýjustu handavinnubækurnar verða til sýnis og heitt kaffi á könnunni fyrir þau sem vilja njóta notalegrar stundar í góðum félagsskap.
Við tökum fagnandi á móti ykkur!
Borgarbókasafnið Gerðubergi er þátttakandi í alþjóðlegu verkefni til þriggja ára sem nefnist Make-a-thek. Markmiðið með þessu verkefni er að skapa vettvang fyrir skapandi og framsækna neytendur (prosumer) þar sem þekkingu er deilt og við lærum í sameiningu nýjar aðferðir t.d. við að gera við textíl, og kynnumst allskyns handverki og aðferðum. Þetta er ferðalag og áfangastaðurinn mótast með þátttöku sem flestra. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu.
Hér er hægt að fræðast um verkefnið: Makeathek.eu
Frekari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is