Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir

Fataskiptimarkaður

Sunnudagur 1. mars 2020

Velkomin í fjársjóðsleit!
Mætið með flíkur sem þið eruð orðin leið á og finnið ykkur nýjar í staðinn.

Markaður í Borgarbókasafninu Árbæ með notaðar eða ónotaðar fíkur og skótau þennan sunnudag. Komið með fatnað sem þið eruð hætt að nota eða jafnvel hafið aldrei notað og viljið láta ganga áfram til annarra sem geta nýtt sér flíkina. Tilvalið að koma með það sem er umfram í fataskápnum og það er aldrei að vita nema hægt sé að gera góð skipti.

Verið velkomin!

 

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is
s. 411 6250