Gudmundur Arnar
Gudmundur Arnar

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 14:45
Verð
Frítt
Börn

Útskriftarhátíð Listkennsludeildar LHÍ | Hugtaka-kaka: Spuna- og hugsunarleikjasmiðja

Laugardagur 14. maí 2022

Fyrir börn á grunnskólaaldri

Meistaraneminn og heimspekingurinn Guðmundur Arnar Sigurðsson leiðir spuna- og hugsunarleikjasmiðjuna Hugtaka-kaka

Nánari upplýsingar um lokaverkefni GuðmundarHugsunarleikir: Efling hugsunar í skólastofunni“ má finna hér.

 

Í smiðjunni verður farið í skemmtilega spunaupphitun og hugsunarleik sem kallast hugtaka-kaka.

Þátttakendum verður skipt í tvo hópa sem fá sama hugtakið, t.d. vinátta. Hugtakið hefur að geyma nokkur hráefni. Það eru þó ekki endilega allir á eitt sáttir um hvaða hráefni þurfi til. Þátttakendur skrifa hráefni á blað sem þeir telja að eigi heima í köku vináttunnar.

Því næst búa þátttakendur í sameiningu til hráefna-kvarða, frá mikilvægasta hráefninu til hins minnst mikilvæga, það væri gaman að vita hvað þarf mörg grömm af hverju hráefni í kökuna.

Útbúum gómsæta hugtaka-köku saman!

Guðmundur Arnar Sigurðsson

 

Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands og þar kynna verðandi kennarar lokaverkefni sín með fjölbreyttum hætti.

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir útskriftarviðburði dagana 13. og 14. maí.

Dagskrá er opin öllum og fer fram í Borgarbókasafni / Menningarhúsi Gerðubergi.

Börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin á fjölskylduvænar listasmiðjur nemenda.

Dagskrá og nánari upplýsingar um lokaverkefni nemenda má finna hér.