
Um þennan viðburð
Tilbúningur | Perlverkstæði
Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín í góðum félagsskap?
Við byrjum nóvember á litríkri samverustund og breytum Smiðjunni í sannkallað perluverkstæði. Allir litir regnbogans verða á borðum og og þið getið búið til hvað sem ykkur dettur í hug. Þegar verkið er tilbúið verður hægt að setja annaðhvort segul eða borða aftan á – fullkomið til að hengja upp, skreyta ísskápinn, setja á gjafapakka eða gleðja einhvern sem þér þykir vænt um.
Tilbúningur er viðburðaröð sem fer fram fyrsta fimmtudag hvers mánaðar í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal frá kl. 15:30-17:30.
Eigum saman notalega stund, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinendur koma með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoða við tilbúninginn..
Tilbúningur hentar skapandi fólk á öllum aldri. Börn yngri en 8 ára komi í fylgd með forráðamanni.
Kostar ekkert og engin skráning.
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6270