hulduheimar, myndlistaskólinn í reykjavík
Listaverk barnanna á Hulduheimum

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Börn
Sýningar

Sýning | Litir, efni, form - og börn

Þriðjudagur 2. febrúar 2021 - Laugardagur 20. febrúar 2021

Elstu börnin í leikskólanum Hulduheimum í Grafarvogi fóru á námskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík á Korpúlfsstöðum síðastliðið haust. Þar spáðu þau í liti, efni og form.

Afraksturinn má sjá á líflegri sýningu sem nú stendur yfir á bókasafninu í Spönginni:

Myndir málaðar með litum gerðum úr eggjarauðu, turmerik-kryddi, paprikudufti, rauðrófudufti, basilíku, spínati og súkkulaði.

Myndir þar sem útlínur líkamans (í fullri stærð) mynda abstraktmynstur.

Turnar sem jafnframt eru vatnsrennibrautir.

Skúlptúrar gerðir úr efniviði sem meðal annars er sóttur er í fjöruna: skeljar, steinn, sandur, sjór og gifsduft.

Verið öll velkomin!

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Umsjón:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is