Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Börn
Sýningar

Sýning | Hreiðrum okkur

Fimmtudagur 22. september 2022 - Mánudagur 31. október 2022

Hönnunarteymið ÞYKJÓ hreiðrar um sig í Borgarbókasafninu Spönginni með sýningu á Krakkahreiðrum í Sjónarhóli 22. september - 31. október.

Hreiður ÞYKJÓ eru fléttuð í samstarfi við handverksfólk Blindravinnustofunnar og bólstruð að innan af Gælu Studio. Í samstarfinu er leitast við að fanga lífræn form spörfuglahreiðra sem voru rannsökuð með líffræðingum Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Með verkefninu skoða hönnuðirnir hvernig fullorðnir reyna að að vefa ungunum sínum öruggt skjól, hver með sínu nefi.

Verið öll velkomin á opnunina, fimmtudaginn 22. september kl. 17!

Um samstarfsaðilana:
ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnuarverkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði textíl-, leikfanga- og upplifunarhönnunar. ÞYKJÓ var stofnað af Sigríði Sunnu Reynisdóttur sem er starfandi listrænn stjórnandi, ásamt henni er teymið skipað Ninnu Þórarinsdóttur barnamenningarhönnuði, Erlu Ólafsdóttur arkitekt og Sigurbjörgu Stefánsdóttur fatahönnuði og klæðskera. 

Gæla er rannsóknarmiðað hönnunarstúdíó sem þróar vörur sem bjóða uppá fjölbreytt tengsl einstaklings við efni. Þetta samband og samtal er undirstrikað með snertingu við mjúka og notalega lambsull, sem er helsti efniviður Gælu. Umhyggjugildi efniviðar í hversdagslegum aðstæðum er meginrannsóknarefni Gælu.

Blindravinnustofan gegnir mikilvægu hlutverki í því að skapa blindu, sjónskertu og öðru fötluðu fólki atvinnu og starfa þar um 30 fatlaðir einstaklingar. Stefán B Stefánsson, eða Denni, er magnaður handverksmaður sem hefur fléttað vöggur og körfur úr tágum fyrir Blindravinnustofuna í yfir þrjátíu ár. Hann leiddi hreiðurgerðina í nánu samstarfi við hönnuði ÞYKJÓ.

 

Nánari upplýsingar:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is