Andlitsmynd af Gunnar Theodór Eggertsyni rithöfundi

Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12 ára
Börn

Sumarsmiðja | Hryllileg ritsmiðja

Þriðjudagur 18. júní 2024 - Föstudagur 21. júní 2024

Ertu á aldrinum 9-12 ára, hefur gaman af hryllingi og langar jafnvel að skrifa þína eigin hrollvekju? Gunnar Theodór Eggertsson, rithöfundur, aðstoðar þátttakendur við að finna frelsi til að heyra í eigin hugmyndum, leyfa þeim að fæðast og skapa eitthvað hræðilegt úr þeim.

Gunnar Theodór hefur verið hrifinn af hryllingi og ævintýrum síðan hann man eftir sér og þykir fátt betra en að blanda því saman í spennandi sögur fyrir börn og unglinga (og stundum fullorðna líka). Fyrsta sagan sem Gunnar gaf út var hryllingssaga um íslensku jólasveinana og fyrstu barnabækurnar hans, Steindýrin og Steinskrípin, voru ævintýri með hryllilegu ívafi um dýr og börn sem breytast í steina og hræðilegar ófreskjur sem nærast á steinstyttunum. Þríleikur hans um Drauga-Dísu ber einnig sterkan keim af hrollvekjunni og hver sá sem hefur mætt hinum hrikalegu hrörálfum í ævintýraflokknum um Furðufjallið gleymir þeim ekki svo glatt!

Aldur: Smiðjan er fyrir börn fædd 2012, 2013, 2014 og 2015.
Tími: Smiðjan fer fram dagana 18. - 21. júní frá kl. 13:00-15:00. 

Skráning á sumar.vala.is
HÉR má sjá yfirlit yfir allar sumarsmiðjur bókasafnsins.


Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 6270

Bækur og annað efni