Um þennan viðburð
Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Aldur
5 ára og eldri
Tungumál
Íslenska
Börn
Sögustund | Trölli litli og skilnaður foreldra hans
Þriðjudagur 5. nóvember 2024
Verið velkomin í notalega sögustund á bókasafninu þar sem Aldís Guðrún Gunnarsdóttir kemur og les upp úr bókinni sinni Trölli litli og skilnaður foreldra hans.
Í þessari sögu vakna margar spurningar sem ungir lesendur hafa um skilnað og hvernig lífinu er háttað eftir slíka stórbreytingar í lífi þeirra. Trölli litli upplifir ýmislegt skrítið eftir skilnað foreldra sinna en sem betur fer endar sagan vel.
Sagan hentar best börnum á aldrinum 5-7 ára, þó eru öll börn velkomin sem vilja sitja og hlusta á þessa fallegu sögu.
Nánari upplýsingar veitir:
Ástrún Friðbjörnsdóttir, sérfræðingur
astrun.fridbjornsdottir@reykjavik.is | s: 411 6230